Á forsetastyrk til Berklee

Laufey Lín hefur lært tónlist frá fjögurra ára aldri.
Laufey Lín hefur lært tónlist frá fjögurra ára aldri. mbl.is/Valli

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Laufey Lín Jónsdóttir, 19 ára tónlistarsnillingur, komið víða við á sviði tónlistarinnar. Hún hefur í mörg ár lært á bæði píanó og selló ásamt því að leggja stund á söngnám.

Í haust mun hún hefja nám við hinn virta Berklee-tónlistarháskóla í Boston í Bandaríkjunum, en Laufey Lín hlaut á dögunum fullan skólastyrk fyrir náminu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Ég hætti á píanó til að einbeita mér meira að söngnum,“ segir Laufey Lín í samtali við Morgunblaðið en hún lærði á píanó frá fjögurra ára aldri í tíu ár. Hún byrjaði að læra á selló átta ára en í vor lauk hún burtfararprófi í sellóleik frá Menntaskólanum í tónlist (MÍT). Síðustu tvö árin hefur Laufey Lín einnig lært söng í MÍT en hún vann bæði söngkeppni Samfés 2014 og Vælið, söngkeppni Verzlunarskólans, 2016.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert