Ríkisforstjórar reiðir kjararáði

Framtíð Kjararáðs gæti ráðist í dag.
Framtíð Kjararáðs gæti ráðist í dag. mbl.is/Brynjar Gauti

Giss­ur Pét­urs­son, formaður Fé­lags for­stöðumanna rík­is­stofn­ana, seg­ir kjararáð eiga að ljúka þeim mál­um sem enn eru á borði ráðsins áður en það verður lagt niður.

Kjara­mál rík­is­for­stjóra heyra und­ir ráðið og seg­ir Giss­ur að síðasta launa­hækk­un rík­is­for­stjóra hafi verið fyr­ir þrem­ur árum. Hann bend­ir á að fjöl­mörg önn­ur mál séu einnig ókláruð á borði kjararáðs.

„Ég veit að það bíða tug­ir er­inda hjá ráðinu sem eru kannski jafn­vel eins og hálfs árs göm­ul. Það er al­veg með ólík­ind­um hvernig þetta stjórn­vald hag­ar sér,“ seg­ir Giss­ur í sam­tali við Morg­un­blaðið. Önnur umræða um lög um niður­fell­ingu kjararáðs er á dag­skrá Alþing­is í dag.

Giss­ur seg­ir fram­haldið óskýrt og að ekki sé vitað ná­kvæm­lega hvernig verklag verður á óaf­greidd­um mál­um kjararáðs. „Það er ætl­un­in að þetta verði ákvörðun­ar­efni kjara- og mannauðssýslu rík­is­ins en allt það verklag er al­veg óklárað.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka