Rafrettufrumvarpið samþykkt

Alþingi samþykkti rafrettufrumvarpið í dag.
Alþingi samþykkti rafrettufrumvarpið í dag. mbl.is/​Hari

Rafrettufrumvarpið svokallaða var samþykkt með 54 atkvæðum gegn engum á Alþingi í dag. Frumvarpið hefur verið gagnrýnt mikið undanfarið, en það hefur tekið miklum breytingum frá þeirri upphaflegri tillögu sem lögð var fram af heilbrigðisráðherra.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagðist ánægð með að hægt hefur verið að koma til móts við ólík sjónarmið í mikilli sátt.

Frumvarpið miðar að því að takmörk verði á styrk­leika og stærð áfyll­inga fyr­ir rafrett­ur, ásamt því að notkun rafrettna verði takmörkuð. Einnig er í frumvarpinu ákvæði um markaðssetningu vökva og tækja, sérstaklega gagnvart börnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert