Frumvarp um persónuvernd samþykkt

mbl.is/Kristinn Magnússon

Alþingi samþykkti nú í kvöld frum­varp til laga um per­sónu­vernd og vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga. Um er að ræða ný lög en með gildis­töku lag­anna verða auk þess gerðar breyt­ing­ar á 42 öðrum lög­um. Frum­varpið var samþykkt með 50 at­kvæðum gegn 7 en 3 greiddu ekki at­kvæði.

Var þetta síðasta mál á dag­skrá þings­ins og þing­fundi því slitið í kjöl­farið. Alþingi mun svo koma aft­ur sam­an 17. júlí næst­kom­andi þar sem reynt verður að kom­ast að sam­komu­lagi um mál sem af­greidd verða á hátíðar­fundi á Þing­völl­um þann 18. júlí vegna 100 full­veldisaf­mæl­is Íslands.

Mark­mið per­sónu­vernd­ar­lag­anna er að stuðla að því að með per­sónu­upp­lýs­ing­ar sé farið í sam­ræmi við grund­vall­ar­sjón­ar­mið og regl­ur um per­sónu­vernd og friðhelgi einka­lífs og að tryggja áreiðan­leika og gæði slíkra upp­lýs­inga og frjálst flæði þeirra á innri markaði Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins.

Frum­varpið er um­deilt, ekki síst vegna þess hve seint það kom til kasta Alþing­is og um­sagnaraðilar höfðu mjög skamm­an tíma til að skila inn um­sögn­um. Fjöl­marg­ar um­sagn­ir bár­ust því eft­ir að um­sagn­ar­frest­ur var liðinn. Marg­ir þing­menn tjáðu sig í pontu og gagn­rýndu þann knappa tíma sem frum­varpið fékk í þing­inu. Þeir sem styðja frum­varpið segja það gríðarlega rétt­ar­bót.

Með frum­varp­inu er lagt til að ný reglu­gerð Evr­ópuþings­ins og ráðsins um per­sónu­vernd og vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga verði inn­leidd í ís­lensk­an rétt. Reglu­gerðin fel­ur í sér mjög um­fangs­mikl­ar breyt­ing­ar á sviði per­sónu­vernd­ar og með henni eru grund­vall­ar­rétt­indi ein­stak­linga í sta­f­ræn­um heimi styrkt og jafn­framt greitt fyr­ir þróun á hinum innri sta­f­ræna markaði með því að ein­falda regl­ur fyr­ir fyr­ir­tæki. Samþykkt frum­varps­ins fel­ur því í sér breytt og aukið hlut­verk inn­lendra eft­ir­lits­yf­ir­valda, auk­in rétt­indi ein­stak­linga, nýj­ar ör­ygg­is­vott­an­ir og sekt­ar­heim­ild­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert