Jákvætt skref en hækkanir frá 2016 þarf að leiðrétta

Sólveig Anna Jónsdóttir tekur undir með Gylfa Arnbjörnssyni.
Sólveig Anna Jónsdóttir tekur undir með Gylfa Arnbjörnssyni. mbl.is/​Hari

„Þessi aðgerð var nauðsynleg en hún dugar ekki,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, um þá ákvörðun Alþingis að leggja kjararáð niður.

Ráðið verður lagt niður 1. júlí og hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagt að hún vonist til að þetta skapi aukna sátt á vinnumarkaði um launaákvarðanir æðstu embættismanna.

Gylfi segir að umdeildar ákvarðanir kjararáðs frá 2016, þegar laun forseta Íslands, þingmanna og ráðherra voru hækkuð um mörg hundruð þúsund krónur, standi enn og þær þurfi að ganga til baka. Undir þetta tekur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert