Af þeim 10 þúsund manns sem hafa fengið öruggt svar við því hvort þeir séu með stökkbreytingu í BRCA 2-geninu þá eru um 120 með stökkbreytinguna.
Þetta sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Síðan vefsíðan arfgerd.is var opnuð hafa um 24 þúsund manns óskað eftir upplýsingum um hvort þeir séu með stökkbreytinguna, sem eykur líkur á krabbameini.
Þessum 120 er bent á að hafa samband við erfðafræðideild Landspítalans. Nú þegar hafa tæplega 30 manns hringt þangað.