Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, var ræðukóngur á nýliðnu þingi. Hann talaði samtals í 1.025 mínútur. En það sem meira er, hann var einnig ókrýndur fyrirspurnakóngur með 93 fyrirspurnir alls.
Alþingi Íslendinga, 148. löggjafarþinginu, lauk klukkan 00.38 í fyrrinótt. Það kemur næst saman á hátíðarfundi á Þingvöllum 18. júlí.
Það bar til tíðinda á þinginu að engin kona komst á „topp 10“ ræðulistann yfir þá þingmenn sem lengst töluðu í vetur, að því er fram kemur í umfjöllun um ræðuhöld á Alþingi í Morgunblaðinu í dag.