„Gríðarleg“ þörf fyrir aukinn mannafla

„Þörfin fyrir aukinn mannafla í heilbrigðisstéttum er gríðarleg og í sumar finnum við rækilega fyrir skorti á hjúkrunarfræðingum og þurfum að draga úr starfsemi vegna hans,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum pistli sínum.

Þar minnist hann þess að í dag eru 98 ár síðan dönsku konungshjónin lögðu hornstein að Landspítalanum við Hringbraut.

Hann segir það sögu heilbrigðisþjónustunnar að stórstígar framfarir kalli á sífellt meiri og sérhæfðari þjónustu, á sama tíma og öldruðum og lang- og fjölveikum fjölgi.

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. mbl.is/Golli

„Hjúkrunarfræðingar eru eftirsótt starfsstétt um allan heim og það er verulegt áhyggjuefni, raunar ein stærsta ógn við heilbrigðiskerfið hversu fáir velja sér þennan spennandi starfsvettvang. Þetta er þó ekki nýtt vandamál því þegar fyrsta hjúkrunarkonan steig á land á Íslandi upp úr aldamótunum 1900 var haft á orði að þær hefðu nú þurft að vera tvær,“ skrifar hann.

Páll þakkar einnig trúfélögum í landinu fyrir það góða samstarfi sem spítalinn hafi átt við þau. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert