Rannsókn enn í gangi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar málið ásamt hollenskum og pólskum lögregluyfirvöldum …
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar málið ásamt hollenskum og pólskum lögregluyfirvöldum með milligöngu Europol. Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgasvæðinu á hinu svokallaða Euro Market-máli er enn í gangi. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir í samtali við mbl.is, að það sé farið að líða á síðari hluta rannsóknarinnar en Margeir vildi ekkert segja til um það hvenær henni ljúki.

Rannsókn lögreglu á málinu er ein sú umfangsmesta sem lögreglan hefur ráðist í á skipulagðri glæpastarfssemi. Alls hafa 28 einstaklingar og fjórir lögaðilar réttarstöðu grunaðra hérlendis í málinu, en það snýr að fíkniefnaframleiðslu, fíknuefnasmygli, fjársvikum og peningaþvætti.

Ráðist var í aðgerðir vegna rannsóknarinnar í desember, en ásamt íslensku lögreglunni fara pólsk og hollensk lögregluyfirvöld með rannsókn málsins með milligöngu Europol. Með aðgerðunum hefur stór hópur pólskra glæpamanna á Íslandi verið upprættur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert