Stórskemmdir lögreglubílar

Tvær bifreiðar sérsveitarinnar eru mikið skemmdar
Tvær bifreiðar sérsveitarinnar eru mikið skemmdar mbl.is/Árni Sæberg

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir að tveir sérsveitarbílar lögreglunnar séu stórskemmdir eftir ofsaakstur tveggja ökuníðinga að undanförnu. Að auki hafi samtals fjórir lögreglubílar frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu skemmst við eftirför, annars vegar í fyrrinótt og hins vegar fyrir nokkrum dögum.

„Lögreglan hefur orðið fyrir verulegu tjóni á lögreglubílum vegna þessa glæfraaksturs í tvígang. Það eru margir lögreglubílar stórskemmdir og úr umferð,“ sagði ríkislögreglustjóri í samtali við Morgunblaðið í gær.

Haraldur segir að í þessum tveimur nýju tilvikum um ofsaakstur hafi samtals sex lögreglubifreiðar orðið fyrir tjóni, alveg frá því að vera smávægilegt upp í að vera stórtjón.

„Af þessum sex lögreglubílum eru tveir sérsveitarbílar sem eru mikið skemmdir og óökufærir. Tjónið hleypur á milljónum króna. Hinir fjórir lögreglubílarnir eru svokallaðir „patrol-bílar“ frá LRH.“

Spurður hvort þetta tjón á hinum nýju og sérútbúnu bílum sérsveitarinnar hefði þær afleiðingar að sérsveitin hefði takmarkaðri starfsgetu sagði Haraldur: „Nei, það gerist ekki. Við höfum önnur úrræði. En þetta eru ný og dýr ökutæki og það er afskaplega svekkjandi að lögreglubílar verði fyrir slíku tjóni vegna ofsaaksturs ökuníðinga.“

Skemmdir lögreglubílar eftir ofsaakstur tveggja ökuníðinga að undanförnu.
Skemmdir lögreglubílar eftir ofsaakstur tveggja ökuníðinga að undanförnu. mbl.is/Árni Sæberg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka