Fjöldi fólks gerði sér dagamun í dag, á þjóðhátíðardegi Íslendinga, og skellti sér miðbæinn til þess að fagna fullveldi Íslands. Að vanda fóru fram skrúðgöngur, fjallkonan hélt ræðu og fornbílar rúntuðu um bæinn. Ljósmyndari mbl.is kíkti í miðborg Reykjavíkur í dag.
Lögreglan fylgdist með hátíðarhöldunum.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Sigrún Edda Björnsdóttir flutti ræðu.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Fornbílar á rúntinum í miðbæ Reykjavíkur í tilefni dagsins.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Það ringdi á gesti í Hljómskálagarðinum nú síðdegis.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Kópavogsbúar gerðu sér ekki síður glaðan dag, en fjölmenni kom saman á Rútstúni þar sem Sigyn Blöndal stjórnaði barnadagskrá. Karíus og Baktus voru meðal þeirra sem stigu á svið, auk þess sem hoppukastalar og fallturn voru á svæðinu.
Fjölmenni var einnig saman komið á Rútstúni í Kópavogi í tilefni dagsins.
mbl.is/Þorgerður
Sigyn Blöndal stjórnaði dagskránni á Rútstúni.
mbl.is/Þorgerður
Þessar dömur fengu andlitsmálningu og nutu sín í hoppukastala.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Þessi ungi maður fagnaði 17. júní.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Brekkan á Rútstúni.
mbl.is/Hjörtur