Norðlendingar héldu 17. júní hátíðlegan eins og aðrir landsmenn. Á Akureyri fór skrúðganga niður Gilið, auk þess sem venjan er að útskrifa stúdenta á þjóðhátíðardeginum. Þá steig Leikhópurinn Lotta á svið og flutti leikritið Gosa.
Á Húsavík var riðið á hestum í skrúðgöngunni, en hátíðarhöldin fóru fram í íþróttahöll bæjarins. Fréttaritarar mbl.is á Akureyri og Húsavík tóku myndirnar.