Takmarkaðir möguleikar á jarðstrengjum

Til stendur að reisa Hvalárvirkjun í Árneshreppi á Ströndum.
Til stendur að reisa Hvalárvirkjun í Árneshreppi á Ströndum. mbl.is/Golli

Óvíst er hversu stór­an hluta af flutn­ings­kerfi raf­orku á Vest­fjörðum er hægt að leggja í jörðu, en Landsnet vinn­ur nú að grein­ingu á því. Grein­ing­in er hluti af viðræðum Landsnets og Vest­ur­verks um það hvernig mögu­legri teng­ingu Hvalár­virkj­un­ar við meg­in­flutn­ings­kerfi raf­orku verði háttað.

Gunn­ar Gauk­ur Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri Vest­ur­verks, sem hyggst byggja Hvalár­virkj­un í Árnes­hreppi, sagði í sam­tali við mbl.is í apríl að það væri skýr krafa fyr­ir­tæk­is­ins að virkj­un­in yrði tengd meg­in­flutn­ings­kerfi raf­orku með jarðstrengj­um. „Við get­um ekki rekið þarna virkj­un og átt svo að treysta á flutn­ing raf­ork­unn­ar um loftlínu á einu al­versta veðravíti lands­ins. Það kem­ur ekki til greina,“ sagði Gunn­ar Gauk­ur.

Stein­unn Þor­steins­dótt­ir upp­lýs­inga­full­trúi Landsnets seg­ir í svari við skrif­legri fyr­ir­spurn mbl.is að of snemmt sé að segja til um hvort jarðlínu­lögn yfir Ófeigs­fjarðar­heiði, sem Vest­ur­verk hef­ur lagt til, sé mögu­leg. Viðræður Landsnets og Vestu­verks hafa staðið yfir frá því í haust.

Jarðlín­ur yfir bæði Ófeigs­fjarðar­heiði og Kolla­fjarðar­heiði eru til skoðunar í grein­ing­um Landsnets, en Stein­unn seg­ir að staðsetn­ing­ar jarðstrengja þurfi að skoða í sam­hengi og því sé of snemmt að segja til um hvar þeir verði lagðir.

„Niður­stöður liggja ekki fyr­ir að svo stöddu enn ljóst er að vegna tækni­legra hindr­ana og raffræðilega veiks kerf­is á Vest­fjörðum eru mögu­leik­ar til jarðstrengslagna tak­markaðir,“ seg­ir Stein­unn.

Kostnaðar­skipt­ing ligg­ur ekki fyr­ir

Hún seg­ir einnig aðspurð að ekki sé búið að ákveða staðsetn­ingu nýs tengipunkt­ar í Ísa­fjarðar­djúpi, en að unnið sé að því.  Ekki er held­ur búið að ganga frá sam­komu­lagi á milli Landsnets og Vest­ur­verks um kostnaðar­skipt­ingu aðil­anna vegna teng­ing­ar fyr­ir­hugaðrar virkj­un­ar.

Stein­unn seg­ir að í þeim efn­um verði eins og alltaf unnið eft­ir verklagi og skil­grein­ingu í raf­orku­lög­um um skil á milli not­enda og flutn­ings­fyr­ir­tæk­is.

mbl.is/​Krist­inn Garðars­son

„Meg­in­regl­an er að Landsnet sér um fram­kvæmd­ir við að tengja tengipunkt við meg­in­flutn­ings­kerfið og virkj­un­araðil­inn þarf að bera um­fram­kostnað af teng­ingu virkj­un­ar­inn­ar skv. regl­um hverju sinni,“ seg­ir Stein­unn.

Hún seg­ir það ekki liggja fyr­ir hvort teng­ing Hvalár­virkj­un­ar við meg­in­kerfið muni hafa áhrif á gjald­skrá Landsnets til not­enda, en að í grunn­inn sé flutn­ings­fyr­ir­tæk­inu ekki heim­ilt að varpa kostnaði vegna teng­ing­ar nýs aðila við kerfið á nú­ver­andi not­end­ur kerf­is­ins í gegn­um gjald­skrána.

„Þess vegna er unnið eft­ir ákveðnum regl­um hverju sinni til að tryggja slíkt. Einnig er út­gef­in stefna fyr­ir­tæk­is­ins að halda gjald­skrá stöðugri og því er unnið eft­ir því,“ seg­ir Stein­unn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert