Sækja örmagna konu í sjálfheldu á Ingólfsfjalli

Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaðar út vegna örmagna konu …
Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaðar út vegna örmagna konu sem er í sjálfheldu á Ingólfsfjalli. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björgunarsveitir frá Selfossi, Þorlákshöfn, Eyrabakka og Hveragerði voru kallaðar út á sjötta tímanum vegna örmagna konu sem er í sjálfheldu á Ingólfsfjalli.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg átti konan í erfiðleikum með að lýsa staðsetningu sinni í fjallinu en björgunarsveitir og lögregla náðu að staðsetja konuna um klukkustund eftir að óskað var eftir aðstoð.

Konan er staðsett efst í stórgrýttu gili í fjallinu og treystir sér ekki til að hreyfa sig. Björgunarsveitarfólk er á leiðinni upp fjallið úr tveimur áttum með búnað til þess að koma konunni niður fjallið á öruggan hátt.

Uppfært klukkan 20:01

Björg­un­ar­sveit­ar­menn komu kon­unni til bjargar um klukk­an 18:40 og gengu með hana niður af fjall­inu. Konan, sem er erlendur ríkisborgari, var flutt á Sel­foss til reglu­bund­inn­ar skoðunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert