Keppinautur RÚV á auglýsingamarkaði segir nauðsynlegt að setja stofnuninni ramma til að koma í veg fyrir að minni fjölmiðlar þjáist vegna ríkisstofnunarinnar.
Alltof hár verðmiði á pökkum sem RÚV bauð auglýsendum í aðdraganda HM, er m.a. ástæða þess að þurrð er á auglýsingamarkaðnum, að sögn sölustjóra samkeppnisaðila RÚV. Þá þoli markaðurinn ekki hversu framsækin söludeild RÚV er.
„Þessi deild er of framsækin fyrir þennan markað. Hún ætti að vera mikið meira þjónustudrifin, í stað þess að vera 20 manna hersveit sem hringir út auglýsingar,“ segja þeir í umfjöppun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir stjórnarflokkana meðvitaða um umræðuna þar sem „málið varði samfélagið allt“.