Eyjamenn geta fagnað rallinu í ár

Lækkun mælist á Vesturlandi en hækkun fyrir sunnan.
Lækkun mælist á Vesturlandi en hækkun fyrir sunnan. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Aukning í holuábúð lunda mælist í Vestmannaeyjum og víðar í kringum Suðurland.

Þetta kemur fram í niðurstöðum nýafstaðins lundaralls en því lauk í Eyjum sl. mánudag. Fækkun mælist á Vesturlandi en ekki er ljóst hvað veldur, að því er fram kemur í umfjöllun um viðkomu lundans í Morgunblaðinu í dag.

Þetta segir Erpur Snær Hansen líffræðingur en hann mældi holuábúð á ellefu stöðum við strendur landsins. Erpur hefur stýrt lundarallinu sl. níu ár en ýmislegt nýtt kom fram í ár. Hann heldur af stað í aðra hringferð í lok júlí og athugar hversu margir ungar hafa komist á legg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert