Fólk í vandræðum í Rússlandi

Facebook

Embætti rík­is­lög­reglu­stjóra hef­ur heyrt af mörg­um sem hafa lent í vand­ræðum eft­ir að hafa týnt skrán­ing­ar­kort­inu (migrati­on card) sem fólk fær við kom­una til Rúss­lands. Þetta kem­ur fram á Face­book-síðu embætt­is­ins. 

„All­ir sem koma til lands­ins eiga að fá svona kort, hvort sem ferðast er á Fan-ID eða vega­bréfs­árit­un. Það er brýnt að passa vel upp á þetta kort og geyma það með ör­ugg­um hætti með vega­bréf­inu eða Fan-ID.

Það þarf að fram­vísa þessu korti í vega­bréfa­skoðun þegar landið er yf­ir­gefið. Ef ekki er hægt að fram­vísa því við brott­för get­ur það leitt til sekt­ar. Þá krefjast hót­el­in þess einnig að þessu sé fram­vísað við inn­rit­un.

Ef þetta kort týn­ist þarf að fara á næstu lög­reglu­stöð og óska eft­ir nýju. Það er fer­legt vesen að standa í því og þess vegna brýn­um við fyr­ir öll­um að passa vel upp á þetta,“ seg­ir enn frem­ur í færsl­unni.



mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert