Ræða viðbragðsáætlun vegna verkfalls

Ljósmæður á stöðufundi með samninganefnd ríkisins í gær.
Ljósmæður á stöðufundi með samninganefnd ríkisins í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Forstjóri Landspítalans og framkvæmdarstjóri kvenna- og barnasviðs, funda nú með Heilbrigðisráðuneytinu vegna fyrirhugaðs verkfalls ljósmæðra. Verið er að ræða og kynna viðbragðsáætlun spítalans þegar uppsagnir taka gildi 1. júlí.

Uppsögnum ljósmæðra hefur rignt inn á síðustu dögum og vikum. Eins og fram kom í frétt mbl.is í gær segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, líkast til níu ljósmæður hafa sagt upp einungis í fyrradag. Uppsagnir nítján ljósmæðra hið minnsta taka gildi um mánaðarmót júní og júlí að öllu óbreyttu og fleiri munu bætast í hópinn á næstu mánuðum.

Verkfall ljósmæðra í formi yfirvinnubanns á að hefjast um miðjan næsta mánuð, en samninganefndir ljósmæðra og ríkisins koma til með að funda á fimmtudaginn eftir viku. Með fundinum í dag vilja fulltrúar landspítalans fyrst og fremst kynna hvernig eigi að taka á ástandinu sem mun skapast og þannig tryggja öryggi sjúklinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert