Stapa ber að greiða Kára uppsagnarfrest

Kári Arnór Kárason.
Kári Arnór Kárason.

Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms þess efnis að Stapa lífeyrissjóði beri að greiða Kára Arnóri Kárasyni laun á uppsagnarfresti. Kári var framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins en sagði starfi sínu lausu í kjölfar þess að nafn hans kom upp í Panama-skjölunum.

Stjórn Stapa taldi að með yfirlýsingu sinni um starfslok hefði Kári látið fyrirvaralaust af starfi og þar með fyrirgert rétti sínum til launa á uppsagnarfresti. Héraðsdómur Norðurlands eystra var því hins vegar ósammála og gerði Stapa að greiða Kára rúmar 2,5 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum.

Í dómsorðum Hæstaréttar segir að héraðsdómur skuli vera óraskaður, auk þess sem Stapa er gert að greiða Kára eina milljón króna í málskostnað fyrir Hæstarétti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert