Framkvæmdastjóri kærður fyrir fjárdrátt

Stjórn ADHD-samtakanna hefur kært Þröst Emilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra, til lögreglu en hann er grunaður um að hafa dregið sér fé. Grunur leikur á um að fjárhæðirnar séu verulegar og ekki talinn vafi um að Þröstur hafi misnotað aðstöðu sína.

Þröstur gegndi stöðu framkvæmdastjóra samtakanna frá árinu 2013 og þar til honum var vikið úr starfi í vikunni, að því er fram kemur í tilkynningu á vef samtakanna. Hann sat í þriðja sæti á lista Viðreisnar í bæjarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði í vor.

RÚV greindi fyrst frá.

Í samtali við mbl.is segir Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður stjórnar ADHD-samtakanna, málið vera komið í eðlilegt ferli og að tryggt hafi verið að starfsemi félagsins haldi áfram. Hann treystir sér þó ekki til að ræða það í smáatriðum enda sé slíkt engum til framdráttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert