Grunur um ölvunarakstur í Kömbunum

Umferðarslys varð í Kömbunum í dag. Grunur er um ölvunarakstur.
Umferðarslys varð í Kömbunum í dag. Grunur er um ölvunarakstur. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Lög­regl­unni á Suður­landi barst til­kynn­ing um um­ferðarslys í Kömb­un­um rétt eft­ir há­degi í dag. Eng­inn slasaðist í árekstr­in­um en ökumaður ann­ars bíls­ins er grunaður um ölv­unar­akst­ur og er í fanga­geymslu lög­reglu.

Þrír aðrir minni hátt­ar árekstr­ar áttu sér stað á Sel­fossi í dag.

Þá varð eitt slys á mótorkross­braut­inni á Sel­fossi í dag þar sem að ökumaður vél­hjóls lær­brotnaði við keppni.

Sagt var frá því fyrr í dag að lög­regl­unni á Suður­landi hafi borist til­kynn­ing um lík­fund á landi Arn­ar­bæl­is í Ölfusi í morg­un. Talið er að líkið sé af karl­manni sem leitað hef­ur verið í Ölfusá frá 20. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert