Sérsveitin kölluð út í Reykjanesbæ

Sérsveitin að störfum. Mynd úr safni.
Sérsveitin að störfum. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út til að aðstoða lögregluna á Suðurnesjum eftir að ráðist var á mann með hamri í Reykjanesbæ í gær. Átök tveggja manna í gleðskap enduðu með því að annar þeirra tók upp hamar og beitti honum í áflogum þeirra á milli.

Fór gerandinn af vettvangi í kjölfarið og aðstoðaði sérsveitin við handtöku hans, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum. Þolandinn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar og var útskrifaður samdægurs. Áverkar reyndust ekki eins alvarlegir og talið var í upphafi.

Árásarmanninum hefur nú verið sleppt eftir yfirheyrslu og er málið í rannsókn lögreglu.

Lögreglan í Reykjanesbæ hefur ekki gefið upp ástæðu árásarinnar og gat ekki sagt hvort árásarmaðurinn hefði verið undir áhrifum vímuefna eða hvort hann hefði komið við sögu lögreglu áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert