Leggja til friðlýsingu gegn Hvalárvirkjun

Svæðið sem um ræðir er 1.281 ferkílómetri að stærð og …
Svæðið sem um ræðir er 1.281 ferkílómetri að stærð og nær til svæðisins þar sem áætlanir eru uppi um að Hvalárvirkjun rísi. mbl.is/Golli

Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands hef­ur lagt til að svæðið við Dranga­jök­ul á Vest­fjörðum verði friðlýst og í yf­ir­lýs­ingu frá Land­vernd er tekið und­ir til­lög­una og er um­hverf­is- og auðlindaráðherra hvatt­ur til þess að leggja nýja nátt­úru­m­inja­skrá fyr­ir Alþingi um leið og þing­hald hefst í haust.

Svæðið sem Nátt­úru­fræðistofn­un legg­ur til að verði friðlýst er 1.281 fer­kíló­metri að stærð og nær frá suður­mörk­um friðlands­ins á Horn­strönd­um og suður um Ófeigs­fjarðar­heiði. Inn­an svæðis­ins er at­hafna­svæði fyr­ir­hugaðrar Hvalár­virkj­un­ar og er fram­kvæmd­in því í hættu verði Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son ráðherra við til­lög­unni.

„Sýnt hef­ur verið að virkj­un­in muni ekki tryggja Vest­f­irðing­um raf­orku­ör­yggi og vegna þeirra minja sem er að finna á svæðinu og víðerna­upp­lif­un­ar mun það geta skapað arðbær­ari tæki­færi verndað en virkjað,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Land­vernd­ar vegna máls­ins. „Einnig skora sam­tök­in á iðnaðarráðherra að styrkja flutn­ings­kerfi raf­orku á Vest­fjörðum, sem er raun­veru­leg for­senda raf­orku­ör­ygg­is Vest­fjarða og að upp­ræta þær blekk­ing­ar að Hvalár­virkj­un eða aðrar ein­stak­ar virkjarn­ir stuðli að því.“

Í til­lög­um Nátt­úru­fræðistofn­un­ar, sem sett­ar eru fram í sam­ræmi við lög um nátt­úru­vernd, seg­ir að helsta hætt­an sem stafi að svæðinu við Dranga­jök­ul sé mögu­leg virkj­un vatns­falla, enda geti hún haft tals­verð áhrif á víðerni og ásýnd svæðis auk þess að mögu­lega raska ákveðnum jarðminj­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert