Nýr fríverslunarsamningur við Ekvador

Mynd/EFTA

Nýr fríverslunarsamningur hefur verið undirritaður milli EFTA-ríkjanna og Ekvador á Hólum í Skagafirði í dag. Einnig var undirritaður uppfærður fríverslunarsamningur við Tyrkland. Þetta staðfestir Þorfinnur Ómarsson, samskiptastjóri EFTA, í samtali við mbl.is.

Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar að svo stöddu, en búist er við frekari upplýsingum um samningana í dag.

Árlegur sumarfundur EFTA-ríkjanna stendur nú yfir á Sauðárkróki, en fundinn sækja ráðherr­ar, þing­menn og sam­starfsaðilar aðild­ar­ríkja EFTA. Ísland fer með for­mennsku í EFTA og stýrir Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, ut­an­rík­is­ráðherra, fund­in­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka