EFTA-ríkin Ísland, Noregur, Sviss og Liechtenstein undirrituðu víðtækan fríverslunarsamning við Ekvador á sumarfundi EFTA á Sauðárkróki í dag. Hann nær til ýmissa þátta svo sem vöru- og þjónustuviðskipta, fjárfestinga, hugverkaréttinda og opinbera innkaupa. Þetta er sjötti fríverslunarsamningur EFTA við ríki í Suður-Ameríku, segir á vef EFTA.
„Samningurinn mun skapa viðskiptatækifæri fyrir aðila í Ekvador og inna EFTA-ríkjanna,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, við undirritun samningsins.
Ríkin telja samningin muni einfalda viðskipti sín á milli til muna, en samningaviðræður hafa verið í gangi frá 22. júní 2015.
Ráðherra utanríkisviðskipta, Pablo Campana Sáenz, skrifaði undir samningin fyrir hönd Ekvador og hefur hann lýst ánægju sinni með samningnum á Twitter í dag. Þar segir hann að samningurinn skapi grundvöll að auknum útflutningi mikilvægra framleiðsluvara landsins. Sáenz nefndi sérstaklega banana, kakó, rósir, túnfisk, rækju, ávexti og grænmeti.
Hann segist sjá sérstakt tækifæri fyrir 17 milljónir íbúa Ekvador við að aðgengi að markaði 14 milljóna manna með mikinn kaupmátt verði tryggður.
Í morgun var einnig undirritaður uppfærður fríverslunarsamningur við Tyrkland, en Guðlaugur Þór fundaði með Nihat Zeybekci, efnahagsmálaráðherra Tyrklands um samskipti landanna, mannréttindi og mál Hauks Hilmarssonar áður en samningurinn var undirritaður.