Hvað er svona sérstakt við Drangajökulssvæðið?

Nyrðra-Eyvindarfjarðarvatn á Ófeigsfjarðarheiði er á áhrifasvæði fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Drangajökull sést …
Nyrðra-Eyvindarfjarðarvatn á Ófeigsfjarðarheiði er á áhrifasvæði fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Drangajökull sést í baksýn. mbl.is/Golli

Til­komu­mikið lands­lag mótað af jökl­um ís­ald­ar. Mjög virk land­mót­un­ar­ferli. Lit­fög­ur set­lög og hraun­lög. Óvenju greini­leg­ir og marg­ir jök­ulg­arðar frá lok­um síðasta jök­ul­skeiðs. Nátt­úru­feg­urð al­mennt mik­il.

Þannig er svæði sem nær yfir Dranga­jök­ul og ná­grenni hans lýst í til­lögu Nátt­úru­fræðistofn­un­ar Íslands að friðlýs­ingu. Í grein­ar­gerð með til­lög­unni kem­ur fram að helsta ógn sem að svæðinu stafi sé mögu­leg virkj­un vatns­falla en á þessu svæði eru tvær stærri virkj­an­ir fyr­ir­hugaðar: Hvalár­virkj­un á Ófeigs­fjarðar­heiði og Aust­urgils­virkj­un við Djúp.

„Við ger­um okk­ur fulla grein fyr­ir því að Hvalár­virkj­un er í ork­u­nýt­ing­ar­flokki ramm­a­áætl­un­ar og að um­hverf­is­mat á henni hef­ur farið fram. Einnig að Aust­urgils­virkj­un er í ork­u­nýt­ing­ar­flokki í til­lög­um að þriðja áfanga ramm­a­áætl­un­ar,“ seg­ir Trausti Bald­urs­son, for­stöðumaður vist­fræði- og ráðgjaf­ar­deild­ar Nátt­úru­fræðistofn­un­ar, sem leiddi vinnu við til­lögu­gerðina. „En hlut­verk okk­ar í þessu til­viki er að rann­saka og kort­leggja nátt­úruf­ar og gera til­lög­ur um vernd út frá því, óháð hags­mun­um annarra. Því hlut­verki erum við að sinna með þess­um til­lög­um. Hvað svo verður um þær er í annarra hönd­um.“

Á þessu korti er skáletrar með svörtum lit það svæði …
Á þessu korti er ská­letr­ar með svört­um lit það svæði sem nú er lagt til að verði friðlýst. Norðar er friðlandið að Horn­strönd­um. Skjá­skot/​Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands

Þó að til­lag­an um vernd­un Dranga­jök­uls og næsta ná­grenn­is hafi verið áber­andi í frétt­um síðasta sól­ar­hring­inn er hún aðeins ein af fjöl­mörg­um sem starfs­menn Nátt­úru­fræðistofn­un­ar, í sam­ráði við fagráð nátt­úru­m­inja­skrár, hafa unnið og sent um­hverf­is- og auðlindaráðherra og unnið verður frek­ar með m.a. af Um­hverf­is­stofn­un. Um er að ræða til­lög­ur að skipu­legu neti vernd­ar­svæða á fram­kvæmda­áætl­un nátt­úru­m­inja­skrár út frá vernd­un vist­gerða, fugla og jarðminja sam­kvæmt lög­um um nátt­úru­vernd.

En hvers vegna er fyrst núna verið að leggja til vernd­un Dranga­jök­uls­svæðis­ins?

Þetta er reynd­ar ekki í fyrsta sinn sem til­laga um vernd svæðsins kem­ur fram. Í aðdrag­anda nátt­úru­verndaráætl­un­ar ár­anna 2004-2008 gerðu Nátt­úru­fræðistofn­un og Um­hverf­is­stofn­un til­lögu að vernd svæðis­ins

En skýr­ing­in á tíma­setn­ingu til­lög­unn­ar nú felst m.a. í nýj­um nátt­úru­vernd­ar­lög­um sem samþykkt voru árið 2013 en gildis­töku þeirra var frestað þar til í nóv­em­ber 2015. Sam­kvæmt 13. grein þeirra laga skal um­hverf­is- og auðlindaráðherra gefa út nátt­úru­m­inja­skrá eigi sjaldn­ar en á fimm ára fresti. Í nýju lög­un­um er m.a. byggt á Bern­ar­samn­ingn­um svo­kallaða þar sem til­greind­ar eru þær teg­und­ir og vist­gerðir sem aðild­ar­rík­in eru sam­mála um að eigi að njóta vernd­ar.

Nátt­úru­m­inja­skrá skipt­ist í þrjá hluta sem auðkennd­ir eru sem A, B og C. B-hlut­inn, sem Nátt­úru­fræðistofn­un hef­ur nú unnið til­lög­ur að, er fram­kvæmda­áætl­un skrár­inn­ar, þ.e. skrá yfir þær nátt­úru­m­inj­ar sem Alþingi hef­ur ákveðið að setja í for­gang um friðlýs­ingu eða friðun á næstu fimm árum.

Árið 2017 lauk út­tekt á nátt­úru lands­ins út frá vist­gerðum og fugla­teg­und­um þar sem skil­greind­ar voru vist­gerðir og jafn­framt sett fram end­ur­skoðað mat á stofn­stærð fugla og skil­greind alþjóðlega mik­il­væg fugla­svæði. Á grund­velli þeirr­ar vinnu voru svæði val­in til að ná fram fyrr­greind­um vernd­ar­mark­miðum og koma á fót neti vernd­ar­svæða fyr­ir til­tekn­ar vist­gerðir og fugla.

Áhrifasvæði fyrirhugaðrar Austurgilsvirkjunar og Hvalárvirkjunar eru á því svæði sem …
Áhrifa­svæði fyr­ir­hugaðrar Aust­urgils­virkj­un­ar og Hvalár­virkj­un­ar eru á því svæði sem Nátt­úru­fræðistofn­un legg­ur til að verði friðlýst. mbl.is/​Krist­inn Garðars­son

Að sögn Trausta var því fyrst nú komið að því að velja svæði á B-hluta nátt­úru­m­inja­skrár­inn­ar sam­kvæmt hinum nýju lög­um.

„Í þess­um áfanga ein­beitt­um við okk­ur fyrst og fremst að vernd­ar­svæðum vist­gerða og fugla,“ út­skýr­ir Trausti. „Og við byggj­um okk­ar vinnu á sömu aðferðarfræði og er verið að beita í Evr­ópu allri, að út­færa skipu­lagt net vernd­ar­svæða á landsvísu. Í þess­ari vinnu erum við í fyrsta skipti að gera þetta með skipu­lögðum hætti.“

Fugl­ar hafa ekki fast lög­heim­ili

Hvað fjölda svæðanna varðar bend­ir Trausti m.a. á að fugl­ar hafi ekk­ert fast lög­heim­ili; þeir þurfi bæði fæðu- og varps­væði, svo dæmi sé tekið. Því þurfi að skoða þeirra búsvæði með heild­ræn­um hætti, ekki aðeins staðbundn­um.

Það er nú í hönd­um um­hverf­is­ráðherra að fela Um­hverf­is­stofn­un að meta nauðsyn­leg­ar vernd­ar­ráðstaf­an­ir á svæðum sem til greina kem­ur að setja á fram­kvæmda­áætl­un­ina og kostnað við þær. Í því ferli koma fram ýms­ir aðrir hags­mun­ir sem geta haft áhrif á end­an­legt val svæða en eru sem slík­ir ekki grunnþætt­ir í vali á svæðum til að viðhalda ákjós­an­legri vernd­ar­stöðu vist­gerða, vist­kerfa eða teg­unda. Að lok­um mun um­hverf­is- og auðlindaráðuneytið í sam­ráði við ráðgjafa­nefnd leggja fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um vernd­un svæða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert