Tjónið að Núpum mikið

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir rannsókn á brunanum í fiskeldi Samherja við Núpa í Ölfusi komna af stað og Mannvirkjastofnun og tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru komin á vettvang. Slökkvistarf gekk vel en ljóst er að tjón er mikið, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni.

Þakið var rofið til að ná hitanum og reyknum út.
Þakið var rofið til að ná hitanum og reyknum út. mbl.is/Sigmundur G. Sigurgeirsson

Lögregla hefur staðið vakt við húsið frá því eldurinn var slökktur, en Oddur segir að rekstraraðili fiskeldisins hafi fengið leyfi til að fara inn í húsið til að reyna að bjarga fiski.

Fiskeldisstöðin var í fullri notkun.
Fiskeldisstöðin var í fullri notkun. mbl.is/Sigmundur G. Sigurgeirsson

Aðspurður segir Oddur rannsóknina of skammt á veg komna til að hægt sé að fullyrða um upptök eldsins en ekki sé grunur um refsiverða háttsemi. Hann á von á að rannsakendur verði á vettvangi fram eftir degi. „Þeir verða örugglega eitthvað að gramsa frameftir. Oft taka menn með sér muni sem þeir þurfa síðan að skoða á rannsóknarstofu,“ segir Oddur.

Enginn var á staðnum þegar slökkviliðið var kallað á vettvang um klukkan hálfeitt í nótt en nágranni hússins hafði orðið eldsins var og tilkynnt hann til Neyðarlínu.

Svona var umhorfs á Núpum á níunda tímanum í morgun.
Svona var umhorfs á Núpum á níunda tímanum í morgun. mbl.is/Sigmundur G. Sigurgeirsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert