Fjölgi dagforeldrum sem starfi tveir saman

Um 747 börn með lögheimili í Reykjavík eru hjá dagforeldrum …
Um 747 börn með lögheimili í Reykjavík eru hjá dagforeldrum hverju sinni. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Nýr starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar, undir formennsku Þórlaugar B. Ágústsdóttur, hefur nú kynnt fyrir skóla- og frístundaráði borgarinnar tillögur sínar um endurskoðun, þróun og breytingar á dagforeldraþjónustu í Reykjavík.

Starfshópurinn leggur meðal annars til að farið verði í kynningarátak og auglýsingaherferð með tilvísun í boð á húsnæði á hóflegu leiguverði undir starfssemi þar sem tveir dagforeldrar starfi saman, innleiðingu á árlegum aðstöðustyrki, símenntunartilboð og aðgengi að faglegu samstarfi við leikskóla.

Þá er lagt til að niðurgreiðslur til dagforeldra hækki í áföngum þannig að kostnaður foreldra verði sambærilegur við leikskólagjöld. Í fyrsta áfanga ættu niðurgreiðslurnar samkvæmt starfshópnum að hækka um 25%. Á meðal annarra tillagan voru innleiðing stofnstyrkja, ríkari upplýsingagjöf og tilraunaverkefni um miðlægt innritunarkerfi fyrir dagforeldra.

Dagforeldrum hefur fækkað talsvert á síðustu árum en þann 1. apríl síðastliðinn störfuðu um 140 dagforeldrar í Reykjavík. Þá er fjöldi barna hjá dagforeldrum um 747 hverju sinni eða rúmlega fimm börn á foreldri.

Skýrslu starfshópsins má finna í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert