Andlát: Jónas Kristjánsson

Jónas starfaði á ýmsum fjölmiðlum, lengst af sem ritstjóri.
Jónas starfaði á ýmsum fjölmiðlum, lengst af sem ritstjóri.

Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, lést á hjartadeild Landspítalans að morgni 29. júní. Jónas var blaðamaður og fréttastjóri á Tímanum 1961-1964. Fréttastjóri Vísis 1964-1966. Ritstjóri Vísis 1966-1975. Einn stofnenda og ritstjóri Dagblaðsins 1975-1981. Ritstjóri DV 1981-2001. Ritstjóri Fréttablaðsins 2002. Útgáfustjóri Eiðfaxa ehf. 2003-2005. Leiðarahöfundur DV 2003-2005. Ritstjóri DV 2005-2006. Stundakennari í blaðamennsku við símennt Háskólans í Reykjavík 2006-2008.

Jónas var fæddur í Reykjavík 5. febrúar 1940. Foreldrar hans voru Anna Pétursdóttir bókari og Kristján Jónasson læknir. Systir Jónasar er Anna Halla lögfræðingur. Jónas lauk stúdentsprófi frá MR 1959 og BA-prófi í sagnfræði frá HÍ 1966. Hann starfaði á ýmsum fjölmiðlum, lengst af sem ritstjóri. Var formaður Blaðamannafélags Íslands og Íslandsnefndar International Press Institute. Jónas skrifaði fjölda bóka, einkum ferðabækur og hestarit.

Eiginkona hans, Kristín Halldórsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, lést 14. júlí 2016. Börn þeirra eru Kristján jarðfræðingur, Pálmi fréttamaður og sagnfræðingur, Pétur kerfisfræðingur og Halldóra flugmaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka