12 ljósmæður leggja skóna á hilluna

Allar kveðja ljósmæðurnar vinnustaðinn með miklum trega.
Allar kveðja ljósmæðurnar vinnustaðinn með miklum trega.

Uppsagnir tólf ljósmæðra á Landspítalanum taka gildi í dag, en þær sögðu allar upp störfum vegna kjaradeildu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins. Ljósmæðurnar tólf hafa kvatt vinnustaðinn með táknrænum hætti á samfélagsmiðlum með því að birta myndir af vinnuskónum sínum og starfsmannaskírteini. Allar kveðja þær með miklum trega. Enn fleiri ljósmæður hafa sagt upp á heilbrigðisstofnunum víða um land og búast má við því að uppsögnunum fjölgi enn frekar verði ekki samið fljótlega.

Atkvæðagreiðslu um yfirvinnuverkfall lýkur einnig í dag, en allt bendir til þess að félagsmenn samþykki það. Verkfallsboðun verður þá borin út á mánudag og gera má ráð fyrir að verkfall hefjist um miðjan mánuðinn.

Búast má við því að yfirvinnuverkfall verði samþykkt í dag.
Búast má við því að yfirvinnuverkfall verði samþykkt í dag.

Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, sagði í samtali við mbl.is fyrir helgi að stórt skarð yrði höggvið í hópinn með þessum uppsögnum. „Ég er ekki að sjá hvernig þær sem eft­ir eru ætla að standa und­ir og leggja starf sitt og nafn að veði til þess að halda uppi þjón­ust­unni og tryggja ör­yggi skjól­stæðinga okk­ar við svona bág­ar aðstæður. Þetta er gríðarlega al­var­legt,“ sagði Katrín.

Næsti fund­ur í deilunni hef­ur verið boðaður á fimmtudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert