Bergþóra nýr forstjóri Vegagerðarinnar

Bergþóra Þorkelsdóttir er nýr forstjóri Vegagerðarinnar.
Bergþóra Þorkelsdóttir er nýr forstjóri Vegagerðarinnar. Ljósmynd/Stjórnarráð Íslands

Bergþóra Þorkelsdóttir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar og mun hún taka til starfa 1. ágúst. Alls sóttu 25 um stöðu forstjóra en tveir drógu umsóknir sínar til baka.  

Í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands segir að Bergþóra hafi víðtæka rekstrar- og stjórnunarreynslu og þekkingu á íslensku atvinnulífi, en hún hefur verið stjórnandi í um 20 ár. Síðast var hún forstjóri ÍSAM ehf., en auk þess hefur hún starfað sem framkvæmdastjóri Líflands og Kornax og hjá Fastus. Hún situr í stjórn Viðskiptaráðs og hefur áður setið í stjórn Samtaka iðnaðarins og í fulltrúaráði Samtaka atvinnulífsins.

Í greinargerð hæfnisnefndar eru fjórir umsækjendur tilgreindir sem taldir voru hæfastir til að gegna starfinu. Bergþóra var ein þeirra og í hlutlægu hæfnismati fékk Bergþóra flest stig.

Lilja Alfreðsdóttir, settur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í málinu, skipaði Bergþóru í embættið eftir að Sigurður Ingi Jóhansson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði sig frá málinu vegna vanhæfis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert