Hótelgestirnir þurfa að vera geldir, bólusettir og án orma

Hótelrými fyrir ketti hefur aukist.
Hótelrými fyrir ketti hefur aukist. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Vegna mikillar eftirspurnar opnaði Dýraspítalinn í Garðabæ nýverið kattahótel. „Hingað til hefur bara verið, svo ég viti til, eitt starfandi kattahótel á höfuðborgarsvæðinu sem er til húsa í Kattholti. Það hefur gjarnan verið yfirfullt hjá þeim og okkar kúnnar hafa oft spurt hvort við getum ekki passað kettina þeirra. Við höfðum aðstöðu og pláss til þess að opna kattahótel svo við ákváðum að slá til.“

Þetta segir Jón Örn Kristjánsson, fjármálastjóri Dýraspítalans í Garðabæ. Á hótelinu er pláss fyrir tuttugu ketti en eins og stendur gistir einungis einn köttur þar. „Þetta fer hægt og rólega af stað en við höfum fengið mikið af bókunum fyrir júlímánuð,“ segir Jón Örn.

Kettirnir dvelja í stórum búrum með hillum sem þeir geta klifrað upp í en á hótelinu er einnig leiksvæði fyrir þá, að því er fram kemur í umfjöllun um hótel þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert