Hvatt til friðlýsingar Drangajökulssvæðis

Nyrðra-Eyvindarfjarðarvatn á Ófeigsfjarðarheiði. Drangajökull sést í baksýn.
Nyrðra-Eyvindarfjarðarvatn á Ófeigsfjarðarheiði. Drangajökull sést í baksýn. mbl.is/Golli

Í síðustu viku hófst und­ir­skrifta­söfn­un þar sem ís­lensk stjórn­völd eru hvött til að friðlýsa Dranga­jök­uls­svæðið í sam­ræmi við til­lögu Nátt­úru­fræðistofn­un­ar. Nú þegar hafa rúm­lega 1.000 und­ir­skrift­ir safn­ast.

Fram­kvæmda­svæði fyr­ir­hugaðrar Hvalár­virkj­un­ar er inn­an þess svæðis sem um ræðir og lýsa þátt­tak­end­ur því jafn­framt yfir að þeir vilji að hætt verði við öll virkj­ana­áform á svæðinu, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu sem borist hef­ur vegna söfn­un­ar­inn­ar og Þórður Björn Sig­urðsson skrif­ar und­ir fyr­ir hönd hóps­ins sem að henni stend­ur.

„Ljóst er að verði Hvalár­virkj­un að veru­leika mun Dranga­jök­uls­svæðið verða fyr­ir um­tals­verðu raski þar sem stórt landsvæði fer und­ir uppistöðulón og nátt­úruperl­um á borð við foss­ana Drynj­anda og Rjúk­anda verður fórnað,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Text­inn sem fólk skrif­ar und­ir er svohljóðandi:

„Við und­ir­rituð hvetj­um ís­lensk stjórn­völd til að friðlýsa Dranga­jök­uls­svæðið í sam­ræmi við til­lögu Nátt­úru­fræðistofn­un­ar Íslands.

Svæðið hef­ur meðal ann­ars að geyma ein­stak­ar jarðminj­ar sem eru til­komn­ar vegna land­mót­un­ar jökla og hef­ur vernd­un þess mikið vís­inda­legt gildi að mati Nátt­úru­fræðistofn­un­ar.

Fram­kvæmda­svæði fyr­ir­hugaðrar Hvalár­virkj­un­ar er inn­an svæðis­ins sem um ræðir en sam­kvæmt til­lög­unni get­ur mögu­leg virkj­un vatns­falla haft tals­verð áhrif á víðerni og ásýnd svæðis­ins og raskað ákveðnum jarðminj­um.

Und­ir­rituð vilja því að hætt verði við öll virkj­ana­áform á svæðinu og það friðlýst.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert