Ótrúlegt að sjá regnboga utan um sólina

Rosabaugurinn.
Rosabaugurinn. Ljósmynd/Kári Björn Baldursson

13 ára piltur, Kári Björn Baldursson, náði mynd af rosabaugi í Landmannalaugum um miðjan dag í gær. Kára og litla bróður hans fannst ótrúlegt að sjá regnboga utan um sólina en amma þeirra gat frætt þá um að þetta sjaldgæfa fyrirbrigði kallaðist rosabaugur.

Rosabaugur myndast þegar sólin skín í gegnum þunna skýjabreiðu sem er hátt á himni. Hún inniheldur ekki vatnsdropa, heldur ískristalla, því það er yfirleitt frost svona hátt uppi. Ljósið frá sólinni brotnar í kristöllunum og það myndast eins konar regnbogi kringum sólina. 

Stór­ir ljós­baug­ar sem þess­ir mynd­ast við ljós­brot í ískristöll­um í há­skýj­um. Þeir sjást stund­um í kring­um tunglið en oft­ar þó um sól­ina. Ástæða þess að slík­ir baug­ar sjást sjaldn­ar um tunglið er sú að tunglið er svo miklu daufara en sól­in.

Nánar um rosabauga á vef Veðurstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert