Helst þurr fram að kvöldfréttum

Gestir á landsmóti hestamanna.
Gestir á landsmóti hestamanna. mbl.is/Arnþór Birkisson

Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að búast megi við því að það haldist þurrt að mestu fram að kvöldfréttum á Suðurvesturlandi. Þá fer að rigna að nýju.

„Núna er lágskýjað og rigning á Norðaustur- og Austurlandi en styttir þar upp er líður á morguninn. Stöku skúrir við Breiðafjörð og á Vestfjörðum en suðvestanlands er skýjað með köflum og má búast við að þar haldist þurrt að mestu fram að kvöldfréttum en þá fer að rigna, fyrst um sunnanvert landið. Á morgun verður rigning sunnanlands en úrkomulítið norðan til til kvölds,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands

Spáð er norðlægri átt á fimmtudag og rigningu norðaustan til og kólnar heldur en rofar til annars staðar. Bjart með köflum á föstudag. Og síðan suðlægar áttir um helgina og rigning sunnan- og vestanlands en vestanátt og rigning vestanlands á mánudag. Hiti 8 til 15 stig, og yfirleitt hlýjast á Austurlandi.

Veðurhorfur fyrir næstu daga

Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s. Skýjað eða skýjað með köflum og stöku skúrir. Austlæg átt, 5-10, og fer að rigna í kvöld, fyrst syðst. Austan og norðaustan 8-15 á morgun, hvassast SA-til fram eftir degi. Rigning um mest allt landi, þó síst norðvestan til. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á Suðausturlandi í dag en á Norðurlandi á morgun.

Á miðvikudag:

Austlæg átt en norðlæg vestast, 5-13 m/s, hvassast við suðausturströndina fyrripartinn. Víða dálítil rigning eða súld, en úrkomulítið um landið norðvestanvert. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á Norðausturlandi. 

Á fimmtudag:
Norðan- og norðvestan 5-13. Rigning á Norðaustur- og Austurlandi, annars skýjað með köflum en víða bjartviðri um sunnanvert landið. Hiti 4 til 15 stig, hlýjast sunnanlands. 

Á föstudag:
Vestlæg eða breytileg átt og bjart með köflum. Hiti 8 til 15 stig. 

Á laugardag:
Hæg suðlæg átt og rigning með köflum S- og V-lands en þurrt á Norðurlandi. Hiti 9 til 15 stig. 

Á sunnudag:
Suðlæg átt og rigning S- og V-lands en bjartviðri NA-til. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast A-lands. 

Á mánudag:
Útlit fyrir vestlæga átt og rigningu um vestanvert landið. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast A-lands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert