Benedikt áfrýjar máli gegn Jóni Steinari

Benedikt Bogason og Jón Steinar Gunnlaugsson.
Benedikt Bogason og Jón Steinar Gunnlaugsson. Samsett mynd

Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur áfrýjað dómi héraðsdóms í máli hans gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni, lögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. Dómur féll í málinu fyrir tæplega tveimur vikum og áfrýjaði Benedikt málinu viku síðar. Þetta kemur fram í áfrýjunarskrá á vef Landsréttar.

Í málinu fór Benedikt fram á að ummæli í bók Jón Steinars í ritinu „Með lognið í fangið - Um af­glöp Hæsta­rétt­ar eft­ir hrun“, yrðu dæmd dauð og ómerk. Þá fór hann einnig fram á að fá greiddar tvær milljónir í miskabætur. Byggði hann málsókn sína á að ummælin „dómsmorð“ væru ærumeiðandi aðdróttanir eins og þau birtust í bókinni og Jón Steinar hafi með þeim fullyrt að Benedikt hafi af ásetningi komist að rangri niðurstöðu í dómsmáli með þeim afleiðingum að saklaus maður hafi verið sakfelldur og dæmdur í fangelsi.

Á þetta féllst dóm­ari ekki og seg­ir að þrátt fyr­ir að Jón Stein­ar taki sterkt til orða í bók­inni þá saki hann Bene­dikt hvergi um refsi­vert at­hæfi. Né held­ur sé þeim beint að Bene­dikt per­sónu­lega held­ur Hæsta­rétti í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert