Vaxandi lægð, sem er skammt suður af Ingólfshöfða og verður austur af landinu á morgun, mun stýra veðrinu með rigningu eða skúrum í flestum landshlutum, einkum á austanverðu landinu. Hvassast verður suðaustanlands, allt að 15 m/s. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands í morgun.
„Norðvestan 5-13 á morgun en 13-18 síðdegis á norðausturhorninu. Rigning og svalt á Norður- og Austurlandi en skýjað með köflum sunnan- og vestanlands. Hiti 7 til 20 stig, hlýjast á Suðausturlandi.
Aðgerðalítið veður á föstudag og víða bjart með köflum en síðdegis á laugardag kemur lægð með rigningu sunnanlands. Á sunnudag dálítil væta á Austurlandi en annars skýjað með köflum. Eftir helgina má síðan búast við áframhaldandi lægðagangi með vætutíð á S- og V-landi en bjartviðri austanlands,“ segir á vef Veðurstofu Íslands.
Norðan 3-10 vestan til á landinu, hæg breytileg átt NA-lands en norðaustan 8-15 suðaustanlands. Rigning eða skúrir í flestum landshlutum. Norðvestan 5-13 á morgun en 13-18 á norðausturhorninu. Rigning og svalt á Norður- og Austurlandi en skýjað með köflum sunnan- og vestanlands. Hiti 7 til 20 stig, hlýjast á Suðausturlandi.
Á fimmtudag:
Norðan- og norðvestan 8-13 m/s. Rigning norðaustan og austan til, annars skýjað með köflum en víða bjartviðri um sunnanvert landið. Hiti 4 til 17 stig, hlýjast sunnanlands.
Á föstudag:
Vestlæg átt, 8-13, en hægari vestan til. Styttir upp norðaustanlands með morgninum, annars bjart með köflum. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast suðaustan til.
Á laugardag:
Hæg suðlæg átt og skýjað með köflum, en talsverð rigning suðaustanlands um kvöldið. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast á Austurlandi.
Á sunnudag:
Hæg breytileg átt. Dálítil væta á Austurlandi en annars skýjað með köflum. Hiti 9 til 20 stig, hlýjast á Suðausturlandi.
Á mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir suðvestanátt, 5-13 m/s og rigningu eða skúrir S- og V-lands en bjartviðri austanlands. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi.