Sigraði með öfugan boga

Guðbjörgu (t.v.) gekk ótrúlega vel á Norðurlandamóti ungmenna sem haldið …
Guðbjörgu (t.v.) gekk ótrúlega vel á Norðurlandamóti ungmenna sem haldið var í Noregi um síðustu helgi. Guðbjörg fór með sigur af hólmi í einstaklings- og liðakeppni þrátt fyrir örðugleika í byrjun mótsins. Ljósmynd/Úr einkasafni

Guðbjörg Reynisdóttir varð tvöfaldur Norðurlandameistari í bogfimi á Norðurlandamóti ungmenna um síðustu helgi. Hún sigraði bæði í einstaklings- og liðakeppni en hún keppti í U21 flokki með berboga.

Guðbjörg hefur einungis æft íþróttina í rúm tvö ár og byrjaði eftir að hún prófaði að skjóta með móður sinni. „Svo ákvað ég bara að byrja að æfa og mér fannst það mjög skemmtilegt.“ Guðbjörg var áður í júdó og segir hún íþróttirnar afar ólíkar.

Þrátt fyrir mjög góðan árangur gekk í raun allt á afturfótunum hjá Guðbjörgu í keppninni framan af. „Í undankeppninni var vindur og ég ruglaðist alveg og vissi ekki hvernig ég ætti að miða svo ég fékk ekki gott skor í henni. Í lokakeppninni hafði boginn minn svo verið settur vitlaust saman. Hann sneri sem sagt öfugt, armurinn sem átti að snúa upp sneri niður, en ég náði samt að skjóta,“ því náði hún svo sannarlega enda vann hún þrátt fyrir að boginn sneri vitlaust.

Sjá samtal við Guðbjörgu í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert