3,5 milljóna eingreiðsla vegna kjararáðs

Mánaðarlaun forstjóra Landspítalans hækkuðu um hálfa milljón við úrskurðinn.
Mánaðarlaun forstjóra Landspítalans hækkuðu um hálfa milljón við úrskurðinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

For­stjóri Land­spít­al­ans fékk greidd­ar rúm­ar sex millj­ón­ir nú um mánaðamót­in eft­ir ákvörðun kjararáðs um launa­hækk­an­ir frá í síðasta mánuði. Þar af nam ein­greiðsla vegna aft­ur­virkra hækk­ana 3,5 millj­ón­um en laun júlí­mánaðar voru 2,5 millj­ón­ir. Hann er einn 48 for­stöðumanna rík­is­stofn­ana hverra starf var „end­ur­metið“ í síðasta mánuði.

Laun for­stjór­ans voru áður 2.088.993 krón­ur á mánuði en eru nú 2.586.913 krón­ur. Mun­ar þar um 497.000 krón­um eða tæp­um 24%. Launa­hækk­un­in skýrist af því að yf­ir­vinnu­ein­ing­um for­stjór­ans er fjölgað úr 100 í 135 auk þess sem hann er færður upp í launa­flokki.

Ákvörðun kjararáðs er aft­ur­virk frá 1. des­em­ber 2017 og við út­borg­un um mánaðamót­in fengu rík­is­for­stjór­arn­ir því greidd­an mis­mun­inn milli gömlu laun­anna og þeirra nýju sjö mánuði aft­ur í tím­ann að viðbætt­um mánaðarlaun­um júlí­mánaðar.

Því fékk for­stjóri Land­spít­al­ans, Páll Matth­ías­son, 6.072.353 krón­ur greidd­ar um mánaðamót­in, fyr­ir skatt.

Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ.
Jón Atli Bene­dikts­son, rektor HÍ. Ljós­mynd/​Krist­inn Ingvars­son

Mánaðamót­in voru líka gjöf­ul hjá rektor Há­skóla Íslands. Kjararáð fjölgaði yf­ir­vinnu­ein­ing­um hans úr 38 í 40 og hækkaði um launa­flokk og hækkuðu laun hans því úr 1.353.571 krónu í 1.634.723 krón­ur. Launa­hækk­un­in nem­ur ein­föld­um lág­marks­laun­um, 281.152 krón­um eða sem nem­ur 21%. Aft­ur­virk leiðrétt­ing og mánaðarlaun fyr­ir júlí hafa því fært rektor um 3,6 millj­óna ein­greiðslu nú um mánaðamót.

For­stjóri Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins fær öllu minni hækk­un en hinir tveir, en er eft­ir sem áður næst­hæst­ur þeirra 48 for­stjóra sem ráðið tók fyr­ir í úr­sk­urðinum. Laun hans eru 1.649.043 krón­ur á mánuði en voru 1.536.973 krón­ur. Hækk­un­in nem­ur 112.070 krón­um eða 7,3% af laun­um. Ástæða þess að for­stjóri Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins hækk­ar minna en starfs­bræður hans í Há­skól­an­um og spít­al­an­um er sú að yf­ir­vinnu­ein­ing­um hans er ekki fjölgað. Þær eru enn 50, þótt starfið sé fært upp um launa­flokk.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunn­ar Páls­son, for­stjóri Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Kjararáð var lagt niður um mánaðamót­in. Laun þeirra sem heyrðu und­ir ráðið réðust af þeim launa­flokki sem ráðið setti starfið í og átti það að „taka til­lit til starfs­skyldna og ábyrgðar, hæfniskrafna, vinnu­fram­lags og álags er starfi fylgja“ að því er sagði í lög­um um kjararáð.

Ráðið setti síðan launa­töflu þar sem krónu­tala fyr­ir hvern flokk er ákvörðuð. Sú tafla er upp­færð reglu­lega og skal það gert í sam­ræmi við al­menna launaþróun í land­inu; síðast árið 2016, en fyr­ir það ár­lega frá ár­inu 2011.

Með ákvörðun sinni frá í síðasta mánuði var kjararáð ekki að upp­færa launa­töfl­una held­ur að end­ur­meta störf­in, færa for­stjór­ana upp launa­flokka og fjölga yf­ir­vinnu­ein­ing­um. 

Eins og kom fram í um­fjöll­un mbl.is í gær er hinn nýi úr­sk­urður ráðsins óvenju­leg­ur fyr­ir þær sak­ir að eng­inn rök­stuðning­ur fylg­ir end­ur­mat­inu á störf­un­um, ólíkt því sem áður hef­ur tíðkast. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert