Launahækkunin hefur lítil áhrif á ríkissjóð

Vinna við fjárlög næsta árs er hafin í fjármálaráðuneytinu
Vinna við fjárlög næsta árs er hafin í fjármálaráðuneytinu mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Ákvörðun kjararáðs um að hækka laun 48 forstöðumanna ríkisstofnana um rúmlega 10% að meðaltali afturvirkt frá 1. desember 2017 hefur lítil áhrif á fjárlagagerðina sem nú er hafin. Þetta segir Anna Borgþórsdóttir Olsen hjá fjármálaráðuneytinu.

„Það er alltaf gert ráð fyrir einhverjum hækkunum og hvað þetta er stór hópur skiptir líka alltaf einhverju máli,“ segir Anna. Hún segir ráðuneytið ekki gefa upp launaforsendur sínar við fjárlagagerð.

„Við gefum ekki nákvæmlega upp hvaða launaforsendur við notum vegna áhrifa á samningsstöðu. En þetta er nú ekki mjög umfangsmikið og ætti að rúmast innan þeirra launaforsendna sem eru gefnar við fjárlagagerð,“ segir hún, en verið er að móta fjárlagavinnuna í þessum mánuði og næsta.

Samkvæmt úrskurðinum eru laun forstöðumannanna á bilinu 900-1.200 þúsund á mánuði. Að auki er þeim úthlutað fastri yfirvinnu sem í sumum tilvikum getur hækkað mánaðarlaunin verulega, jafnvel um allt að helming, að því er fram kemur í umfjöllun um síðustu launahækkun Kjararáðs í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert