Nakið sár í fjallinu

Í Fagraskógarfjalli er nú nakið sár eftir skriðuna, en hún …
Í Fagraskógarfjalli er nú nakið sár eftir skriðuna, en hún tók fjallsöxlina með sér niður og bar yfir Hítardal. Ljósmynd/Mihails Ignats

Eft­ir skriðuna úr Fagra­skóg­ar­fjalli í Hít­ar­dal í gær blas­ir við nakið sár í fjall­inu, enda skreið heil fjallsöxl niður í ham­förun­um. Ljós­mynd­ari sem var á ferð í morg­un náði mynd­um af fjall­inu skýja­lausu og þar sést vel hversu gríðarleg­ir kraft­ar hafa verið þarna á ferð.

Þeir Geir Björns­son flugmaður og Mihails Ignats ljós­mynd­ari flugu yfir dal­inn í morg­un og tóku meðfylgj­andi mynd­ir.

Sárið í Fagraskógarfjalli.
Sárið í Fagra­skóg­ar­fjalli. Ljós­mynd/​Mihails Ignats
Hítará flæðir nú úr lóninu sem myndaðist fyrir ofan skriðuna …
Hítará flæðir nú úr lón­inu sem myndaðist fyr­ir ofan skriðuna en renn­ur þaðan í þver­ána Tálma. Finn­bogi Leifs­son, bóndi í Hít­ar­dal, ótt­ast gróður­skemmd­ir vegna breyt­ing­anna. Ljós­mynd/​Mihails Ignats

Líkt og mbl.is greindi frá fyrr í dag hef­ur áin fundið sér nýj­an far­veg og flæðir hún nú frá skriðunni og í þver­ána Tálma. Sú á renn­ur svo um 10-12 kíló­metr­um sunn­ar í far­veg Hít­ar­ár á ný, en gamli far­veg­ur­inn er að mestu þurr þaðan og upp að skriðu.

Lónið sem myndaðist fyrir aftan skriðuna stækkaði hratt í gær, …
Lónið sem myndaðist fyr­ir aft­an skriðuna stækkaði hratt í gær, en svo fór að áin fann sér nýj­an far­veg. Ljós­mynd/​Mihails Ignats

Skriðan sjálf er tal­in vera um 1,8 fer­kíló­metr­ar að stærð sam­kvæmt gervi­tungla­mynd­um ESA, en enn á eft­ir að koma í ljós hversu mikið rúm­mál efn­is fór þarna niður hlíðina. 

Áin fer fram hjá skriðunni eins og sjá má í …
Áin fer fram hjá skriðunni eins og sjá má í neðra vinstra horni mynd­ar­inn­ar. Ljós­mynd/​Mihails Ignats
Fjallshlíðin eftir skriðuna í gær.
Fjalls­hlíðin eft­ir skriðuna í gær. Ljós­mynd/​Mihails Ignats
Samkvæmt gervihnattamyndum ESA virðist umfang skriðunnar fyrir neðan fjallshlíðina vera …
Sam­kvæmt gervi­hnatta­mynd­um ESA virðist um­fang skriðunn­ar fyr­ir neðan fjalls­hlíðina vera alla vega 1,8 fer­kíló­metr­ar að stærð. Ljós­mynd/​Mihails Ignats
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert