Allt tiltækt slökkviliðs Norðurþings var kallað út á áttunda tímanum þegar eldur kom upp í kísilveri PCC Bakka við Húsavík.
Samkvæmt Grími Kárasyni, slökkviliðsstjóra á Húsavík, er búið að slökkva eldinn. Eldur kom upp á milli hæða í ofnhúsi og gekk greiðlega að ráða niðurlögum hans. „Við erum alveg að klára vinnuna hér,“ sagði Grímur í samtali við mbl.is og bætti við að slökkviliðið væri í glæðuleit og reykræstingu. Engan sakaði í eldinum að sögn Gríms.