Þrír áfram í farbanni

Sindri Þór Stefánsson.
Sindri Þór Stefánsson. Mynd/mbl.is

Landsréttur staðfesti í síðustu viku úrskurði Héraðsdóms Reykjaness um farbönn yfir Sindra Þór Stefánssyni og tveimur meintum samverkamönnum hans sem grunaðir eru um stórfelldan þjófnað á tölvubúnaði úr gagnaverum. Farbönnin yfir mönnunum gilda til 27. júlí.

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfesti fyrir helgi að ákæra gegn Sindra Þór og meintum samverkamönnum hans hafi verið afhent Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn síðastliðinn en Ólafur hefur ekki gefið upp hversu margir eru ákærðir í málinu. Enn á eftir að birta ákæruna fyrir aðilum málsins.

Málið er talið stærsta þjófnaðarmál Íslandssögunnar þar sem 600 tölvum var stolið en verðmæti þeirra er talið nema 200 milljónum króna. Tölvurnar hafa ekki fundist enn þá en í maí vaknaði grunur um að þær væru í Kína. Yfirvöldum í Kína var send fyrirspurn vegna þess en engin svör hafa borist. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert