214.000 kr. launahækkun án auglýsingar

Páll Matthíasson er núverandi forstjóri Landspítalans.
Páll Matthíasson er núverandi forstjóri Landspítalans. mbl.is/Golli

Laun for­stjóra Land­spít­al­ans voru hækkuð um 214.000 krón­ur með úr­sk­urði kjararáðs árið 2011 án þess að kjararáð birti upp­lýs­ing­ar um það op­in­ber­lega. Þetta hef­ur mbl.is fengið staðfest frá fjár­málaráðuneyt­inu.

Í lög­um um kjararáð, sem voru í gildi þar til ráðið var lagt niður um mánaðamót­in, sagði að ráðið skyldi „birta ákv­arðanir sín­ar og úr­sk­urði og ástæður fyr­ir þeim op­in­ber­lega með skipu­leg­um og aðgengi­leg­um hætti.“

Ákvörðun um launa­hækk­un for­stjór­ans var hins veg­ar ekki birt al­menn­ingi, en í úr­sk­urði frá ár­inu 2011 þegar launa­hækk­un­in tók gildi seg­ir ein­fald­lega:

„Ákvörðun kjararáðs um mánaðarlaun og ein­inga­fjölda verður birt með bréf­um sem send verða hverj­um og ein­um.“

Ekki er því úti­lokað að fleiri rík­is­for­stjór­ar hafi árið 2011 fengið launa­hækk­un án þess að hún væri birt al­menn­ingi og kunna þau launa­kjör jafn­vel að vera enn í gildi.

Yf­ir­vinnu­ein­ing­um fjölgað

Laun Land­spít­ala­for­stjóra voru ákvörðuð árið 2010 og hon­um þá úr­sk­urðaðar 100 yf­ir­vinnu­ein­ing­ar á mánuði. Í úr­sk­urðum ráðsins, sem birt­ir eru á heimasíðu þess, er síðan ekki vikið orði að launa­kjör­um for­stjór­ans þar til nú um mánaðamót­in þegar kjararáð úr­sk­urðaði um laun 48 for­stöðumanna rík­is­stofn­ana.

Því hefði mátt ætla að for­stjór­inn hefði frá ár­inu 2010 og þar til í síðasta mánuði tekið laun í sam­ræmi við úr­sk­urðinn frá ár­inu 2010. Í hon­um er for­stjór­inn sett­ur í launa­flokk 141 og úr­sk­urðað að hann hafi 100 yf­ir­vinnu­ein­ing­ar á mánuði. Í for­stjórap­istli sín­um fyr­ir helgi grein­ir for­stjór­inn hins veg­ar frá því að hann hafi um ára­bil þegið 133 yf­ir­vinnu­ein­ing­ar á mánuði.

Jónas Þór Guðmundsson, fyrrverandi formaður kjararáðs.
Jón­as Þór Guðmunds­son, fyrr­ver­andi formaður kjararáðs. mbl.is/​Golli

Við eft­ir­grennsl­an mbl.is kem­ur, sem fyrr seg­ir, í ljós að laun hans voru hækkuð með úr­sk­urðinum 2011 þótt eng­in leið sé fyr­ir al­menn­ing að átta sig á því. Páll Matth­ías­son, nú­ver­andi for­stjóri Land­spít­al­ans, tók við embætti árið 2013 og hef­ur því alltaf tekið laun sam­kvæmt hinum nýja úr­sk­urði.

Ein yf­ir­vinnu­ein­ing jafn­gild­ir nú 9.572 krón­um og hef­ur for­stjór­inn því þegið 316.000 krón­um hærri mánaðarlaun en talið var. Þegar ákvörðun um hækk­un­ina var tek­in árið 2011 var ein yf­ir­vinnu­ein­ing hins veg­ar 6.473 krón­ur og launa­hækk­un­in því 214.000 krón­ur.

Hvorki náðist í Jón­as Þór Guðmunds­son, fyrr­ver­andi formann kjararáðs, né Pál Matth­ías­son, for­stjóra Land­spít­al­ans.

Minni hækk­un nú því laun­in voru hærri

Í um­fjöll­un mbl.is um nýj­an úr­sk­urð kjararáðs, þann síðasta áður en ráðið var lagt niður, var greint frá því að launa­flokki for­stjór­ans hefði verið breytt og yf­ir­vinnu­ein­ing­um fjölgað í 135 á mánuði. Í frétt­inni var miðað við að for­stjór­inn hefði fyr­ir ákvörðun­ina haft 100 yf­ir­vinnu­ein­ing­ar og út frá því var launa­hækk­un­in reiknuð.

Var því greint frá að aft­ur­virk hækk­un for­stjór­ans, til hálfs árs, næmi 3,5 millj­ón­um króna. Nú hef­ur hins veg­ar komið á dag­inn að laun hans voru fyr­ir hærri en ætla mátti af upp­lýs­ing­um kjararáðs. Af því leiðir að launa­hækk­un for­stjór­ans nú um mánaðamót var minni en greint var frá í frétt­um mbl.is. Ný laun for­stjór­ans eru 2.586.913 krón­ur, þau sömu og greint var frá.

Með öðrum orðum fékk for­stjór­inn ekki 3,5 millj­óna króna ein­greiðslu held­ur hafði hann þegar þegið þann pen­ing í hefðbund­in laun, og gott bet­ur. Á þeim rúmu átta árum sem liðin eru frá því laun for­stjór­ans voru hækkuð með bréfi má ætla að hækk­un­in, sem ekki var aug­lýst, hafi skilað for­stjóra spít­al­ans í kring­um 18 millj­ón­um króna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert