4.700 hektara jörð seld með hóteli

Hótel Katla er þriggja stjörnu heilsárshótel með 103 herbergi ásamt …
Hótel Katla er þriggja stjörnu heilsárshótel með 103 herbergi ásamt veitingastað sem tekur allt að 200 manns í sæti. Ljósmynd/Aðsend

Með kaup­um á Hót­el Kötlu er um 4.700 hekt­ara jörð kom­in í meiri­hluta­eigu er­lendra fjár­festa. Jörðin nær yfir hluta Mýr­dalssands.

Eign­ar­haldið er í gegn­um 75% eign­ar­hlut banda­rískra fjár­fest­inga­fé­laga í Kea­hót­el­um.

Hót­el Katla er á jörðinni Höfðabrekku. Með henni fylgja veiðirétt­indi og flug­völl­ur. Rúm­lega 100 her­bergi eru á hót­el­inu. Það verður eitt af ell­efu hót­el­um Kea­hót­ela. Á Höfðabrekku er nú lít­il þyrp­ing húsa. Bú­skap hafði verið hætt á bæn­um.

Munu flytja af jörðinni

Jó­hann­es Kristjáns­son átti Hót­el Kötlu ásamt eig­in­konu og börn­um. Hann seg­ir þau selja hót­elið með öllu sem fylg­ir jörðinni. Fjöl­skyld­an muni flytja af jörðinni eft­ir söl­una.

Fyr­ir á Sviss­lend­ing­ur­inn Rud­olf Walter Lamprecht jarðir, hús og veiðirétt­indi í Mýr­dals­hreppi. Með kaup­un­um á Hót­el Kötlu fá nýir eig­end­ur aðgang að Kerl­ing­ar­dalsá og Vatnsá í gegn­um fé­lag þar sem Lamprecht er í meiri­hluta. Þá eiga bænd­ur hlut í veiðifé­lag­inu.

Er­lend­ir aðilar hafa jafn­framt sýnt jörðinni Hjör­leifs­höfða áhuga.

Sig­urður Sig­urðsson, lög­gilt­ur fast­eigna­sali hjá Lög­mönn­um Suður­landi, seg­ir verðhug­mynd­ir um Hjör­leifs­höfða hafa breyst. Ásett verð sé nú 700 millj­ón­ir. Vegna mis­skiln­ings birt­ist lægra tala í fyrri út­gáfu þess­ar­ar frétt­ar og í Morg­un­blaðinu í dag.

Mýr­dals­hrepp­ur kynnti í júní breyt­ingu á aðal­skipu­lagi. Þar var áætlað að um 1,4 millj­ón­ir ferðamanna hefðu ferðast um Mýr­dals­hrepp í fyrra. Þá áætli Vega­gerðin að 888 þús. bíl­ar hafi farið um Vík í fyrra, þre­falt fleiri en 2012.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka