Lögreglan á Norðurlandi eystra óskaði eftir því í morgun við Landhelgisgæsluna að þyrla hennar myndi ásamt lögreglu aftur fljúga yfir svæðið þar sem tilkynnt var um hvítabjörn á Melrakkasléttu í gær.
Lögreglan á Norðurlandi eystra sagði í gærkvöldi að veiðimenn hefðu séð til bjarnarins og voru íbúar á svæðinu látnir vita að sést hefði til bjarndýrs.
Í tilkynningu lögreglunnar á Facebook segir að þyrlan fljúgi yfir í öryggisskyni en enginn önnur tilkynningin, en sú sem barst í gær, hafi borist lögreglu um björninn.
Áréttað er að ef fólk verður vart við dýrið skal það hafa samband við 112.