Bjóða ríkinu að kaupa jörð

Hjörleifshöfði á sandinum. Hafursey og Kötlujökull í baksýn.
Hjörleifshöfði á sandinum. Hafursey og Kötlujökull í baksýn. Ljósmynd/Þórir N. Kjartansson

„Við byrjuðum fyr­ir 11 árum að bjóða rík­inu þetta land til sölu. Það hef­ur ekki orðið af því. Með umræðunni um jarðakaup út­lend­inga að und­an­förnu tel ég hins veg­ar að það sé að verða viðhorfs­breyt­ing í þess­um mál­um,“ seg­ir Þórir N. Kjart­ans­son, land­eig­andi í Hjör­leifs­höfða.

Þórir á jörðina ásamt systr­um sín­um, Áslaugu og Höllu. Jörðin hef­ur verið í eigu fjöl­skyld­unn­ar allt frá 1840 þegar langafi þeirra, Loft­ur Guðmunds­son, keypti jörðina. Son­ur hans, Markús, skrifaði bók um jarðelda árið 1880. Hann varð vitni að eld­gosi í Kötlu árið 1860. Son­ur hans, Kjart­an Leif­ur, bjó í Höfðanum árið 1918 þegar Katla gaus síðast. Kjart­an Leif­ur og móðir hans, Áslaug Skær­ings­dótt­ir, fluttu af jörðinni 1920 ásamt stjúp­föður Kjart­ans, Hall­grími Bjarna­syni. En bú­skap­ur lagðist end­an­lega af í Hjör­leifs­höfða 1936.

Þórir N. Kjartansson.
Þórir N. Kjart­ans­son.

Tæki­færi í ferðaþjón­ustu

Þórir seg­ir aðspurður að þau systkin­in eigi marga af­kom­end­ur. Eng­inn þeirra hafi hins veg­ar áhuga á að hefja bú­skap á jörðinni á ný.

„Hjör­leifs­höfðinn var að vissu leyti hlunn­inda­jörð. Það var fyr­ir fýla­tekj­una og mikl­ar reka­fjör­ur, sem voru nátt­úru­lega verðmæti í gamla daga, en hún var alltaf erfið til bú­skap­ar. Tæki­fær­in eru nú fyrst og fremst í kring­um ferðamennsku. Til dæm­is eru mörg fyr­ir­tæki far­in að bóka hóp­ferðir að Kötlu­jökli við norður­mörk Hjör­leifs­höfðajarðar­inn­ar, auk þess sem sí­vax­andi ferðamanna­straum­ur er í Hjör­leifs­höfðann sjálf­an.“

Lög­gjaf­inn eyði óvissu

Spurður hvort eig­andi jarðar­inn­ar muni geta selt aðgang að land­inu seg­ir hann það „svo­lítið óskýrt“. Hér vakni spurn­ing­ar um hvort fyr­ir­tæki geti nýtt sér annarra manna land til að afla sér tekna án þess að greiða land­eig­end­um fyr­ir það. Þá með því að vísa til al­menns um­gengn­is­rétt­ar um nátt­úr­una. „Það eru mörg grá svæði í þessu efni. Lög­gjaf­inn þyrfti í ljósi mik­ils straums ferðamanna að skýra þetta svo­lítið bet­ur,“ seg­ir Þórir sem tel­ur tæki­færi fel­ast í hót­el­rekstri í Haf­urseynni eða í Hjör­leifs­höfðanum. Það sé ein­stakt að geta gist við Kötlu og skroppið upp á jök­ul.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka