„Virðingarleysið er algjört“

Búið er að loka Grjótagjá.
Búið er að loka Grjótagjá.

Land­eig­end­ur í landi Voga í Mý­vatns­sveit hafa ákveðið að loka fyr­ir Kvenna­gjá í hell­in­um Grjóta­gjá en hell­ir­inn hef­ur verið vin­sæll baðstaður í gegn­um tíðina. Ólöf Hall­gríms­dótt­ir, einn land­eig­enda, seg­ir aðkom­una oft og tíðum mjög slæma og hafa þau því gripið til þess ráðs að loka fyr­ir kvenna­gjána tíma­bundið til að vernda svæðið.

.„Virðing­ar­leysið er al­gjört. Það er ekk­ert farið eft­ir skilt­un­um. Þarna er fólk að hafa hægðir, þvo skóna sína, þvo leirtauið, bursta tenn­urn­ar og einnig hafa sum­ir sofið þarna í gjánni.“

Klósettpappír í Grjótagjá.
Kló­sett­papp­ír í Grjóta­gjá.

Auk þess seg­ir Ólöf að ekki sé farið eft­ir skilt­um á svæðinu, þar sem standi skýrt að ekki sé leyfi­legt að baða sig inni í hell­in­um. Þau hafi því sett girðingu fyr­ir gjána og læst, til að varna því að fólk stel­ist ofan í vatnið. Enn er þó hægt að skoða og taka mynd­ir af hell­in­um. Ólöf seg­ir eig­end­ur ráðalausa og því var ákveðið að grípa í þessa tíma­bundnu lausn meðan beðið er eft­ir deili­skipu­lagi fyr­ir lands­svæðið.

„Við erum ekki und­ir það búin að fá þenn­an aukna fjölda gesta á svæðið. Það er dá­sam­legt að baða sig þarna, en við vilj­um ekki að staður­inn eyðilegg­ist,“ seg­ir Ólöf. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert