Andlát: Finnbjörn Þorvaldsson

Finnbjörn Þorvaldsson.
Finnbjörn Þorvaldsson.

Finn­björn Þor­valds­son, marg­fald­ur Íslands­meist­ari í frjálsíþrótt­um og fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri Loft­leiða, lést á mánu­dag­inn, 94 ára að aldri.

Finn­björn fædd­ist í Hnífs­dal 25. maí 1924. For­eldr­ar hans voru Hall­dóra Finn­björns­dótt­ir hús­frú og Þor­vald­ur Magnús­son sjó­maður.

Finn­björn flutti ung­ur til Ísa­fjarðar og svo með for­eldr­um sín­um til Reykja­vík­ur. Hann gekk í Sam­vinnu­skól­ann og að loknu námi þar hóf Finn­björn að vinna fyr­ir Ísa­fold­ar­prent­smiðju. Á sjötta ára­tugn­um varð hann starfsmaður Loft­leiða, sá um bók­hald, varð síðar skrif­stofu­stjóri og loks fjár­mála­stjóri. Það starf hafði Finn­björn með hönd­um þar til Loft­leiðir sam­einuðust Flug­fé­lagi Íslands að hann hóf hóf störf á skrif­stofu hót­els Esju, sem Flug­leiðir áttu.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Finn­björns er Theo­dóra Stef­fen­sen, fædd 17. septeb­mer 1928. Þau gift­ust 1947. Hún er dótt­ir Sig­ríðar Árna­dótt­ur hús­frú­ar og Björns Stef­fen­sen end­ur­skoðanda.

Finn­björn og Theo­dóra eignuðust sjö börn: Björn, fædd­ur 1947, er kvænt­ur Sig­ríði Ara­dótt­ur, Finn­björn, fædd­ur 1950, er kvænt­ur Kat­hia Rovelli, Þor­vald­ur, fædd­ur 1952, er kvænt­ur Önnu Árna­dótt­ur, Sig­ríður, fædd 1954, er gift Hall­dóri Hilm­ars­syni, Gunn­ar Þór, fædd­ur 1958, er kvænt­ur Eyrúnu Magnús­dótt­ur, Hall­dóra Svala er fædd 1962 og Úlfar, sem fædd­ur er 1964 og kvænt­ur Sigrúnu Haf­steins­dótt­ur.

Á ár­un­um 1945 til 1952 var Finn­björn einn besti frjálsíþróttamaður á Norður­lönd­um. Hann setti tugi Íslands­meta í sprett­hlaup­um og lang­stökki. Finn­björn tók þátt í Norður­landa­mót­um þar sem hann vann sigra og Evr­ópu­mót­um þar sem hann komst í úr­slit. Hann keppti á Ólymp­íu­leik­un­um í London 1948, þar sem hann var fána­beri Íslands.

Hann varð einnig Íslands­meist­ari í hand­bolta með fé­lagi sínu, ÍR. Þá spilaði Finn­björn badm­int­on með góðum ár­angri í ára­tugi hjá TBR. Golf stundaði hann einnig lengi, allt til 92 ára ald­urs. Finn­björn var einn stofn­enda golf­klúbbs­ins Keil­is í Hafnar­f­irði og fé­lagi í hon­um alla tíð.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert