Nítján manns sóttu um starf bæjarstjóra hins nýja sameinaða sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs. Fjórir umsækjendur drógu hins vegar umsóknir sínar til baka áður en þær voru opinberaðar, svo eftir standa fimmtán.
Frá þessu er greint á nýrri vefsíðu hins ónefnda sveitarfélags sem hefur hið þjála lén gardurogsandgerdi.is. Fimm konur og tíu karlar eru í hópi þeirra fimmtán umsækjenda sem bæjarstjórn metur nú í samstarfi við ráðgjafafyrirtækið Hagvang.
Magnús Stefánsson sem starfað hefur sem bæjarstjóri Garðs sækir um starfið og einnig Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps.
Umsækjendurnir fimmtán eru: